Miðvikudagur 18. febrúar 2009 kl. 17:08
Eiturefnaleki í Grindavík
Slökkviliðið í Grindavík er með mikinn viðbúnað vegna eiturefnaleka í 40 feta gámi á iðnaðarsvæði austast í bænum. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi slökkvibifreið og gámabíl með sérstakan búnað á staðinn, skv því sem mbl.is greinir frá. Ekki liggur fyrir um hvers konar eiturefni er að ræða.