Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Eitthvað verður að koma í staðinn“
Þriðjudagur 24. mars 2015 kl. 09:00

„Eitthvað verður að koma í staðinn“

Flytur frumvarp um breytingu á fæðingar- og foreldraorlofi.

„Breytingarnar, sem ég legg til að verði gerðar á lögum ásamt meðflutningsmönnum mínum, er að þeir foreldrar sem eru í þessari stöðu geti hafið töku fæðingarorlofs fyrir settan dag og sá tími sem þau taka verði ekki dregin af fæðingarorlofinu sem þau fá með barninu, heldur bætist aftan við. Ég tel að með þessum breytingum séum við að gæta meira jafnræðis á milli beggja foreldra og ekki síst að tryggja rétt barnsins til að njóta jafnlangs tíma með foreldrum sínum eftir fæðingu eins og þau börn sem eiga heima í nágrenni við fæðingarþjónustu. Auðvitað á fólk ekki að gjalda þess að búa fjarri fæðingarstöðum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, einn af flutningsmönnum frumvarps til laga um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000.

Ein leið af mörgum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hún segir vel skiljanlegt að í fámennu og dreifbýlu landi sem Ísland er sé ekki hægt að halda úti fæðingarþjónustu um allt land. En þá þurfi líka að koma til móts við þá sem eigi ekki kost á þessari þjónustu með ýmsum hætti. „Þetta er a.mk. ein leið af mörgum mögulegum sem við leggjum nú til. Fæðingarþjónusta og allt sem henni fylgir hefur þróast mikið hin síðari ár og innra skipulag hennar breyst. Fæðingarstöðum hefur fækkað og því þurfa æ fleiri verðandi foreldrar að fara að heiman, nokkrum dögum eða viku fyrir áætlaðan fæðingardag, og bíða fæðingarinnar í nágrenni fæðingarstað. Þetta á t.d. við um íbúa í Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði,“ segir Silja Dögg.

Felur í sér ójöfnuð

Núverandi löggjöf er á þann veg að móðir getur hafið töku fæðingarorlofs fyrir settan fæðingardag en það á ekki við um föður. Orlofið sem móðirin tekur fyrir fæðingu dregst þá frá þeim tíma sem hún hefur með kornabarninu. Þessu vill Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, breyta og hefur lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000.