Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eitt sveitarfélag með tvö ráðhús
Föstudagur 15. júní 2018 kl. 09:34

Eitt sveitarfélag með tvö ráðhús

Í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis verða bæði ráðhúsin  áfram nýtt undir þjónustu við íbúa.  Þjónustudeildunum hefur nú verið skipt upp og starfsfólk fært á milli staða eftir þeirri skiptingu.

Stjórnsýslusvið og umhverfissvið eru staðsett í ráðhúsinu í Garði. Þar geta íbúar sótt þjónustu sem varðar fjármál, stjórnsýslu, íbúaskráningar, skipulagsmál, umhverfismál og byggingamál.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjölskyldusvið er staðsett í ráðhúsinu í Sandgerði. Þar geta íbúar sótt þjónustu sem varðar fræðslumál, félagsþjónustu, frístundamál og menningarmál.
Nú standa yfir breytingar og flutningar starfsmanna milli starfsstöðva, þannig að viðbúið er að það hafi áhrif á þjónustuna, beðist er velvirðingar á þeim óþægindum.

Símanúmer og netföng verða óbreytt um sinn.