Mánudagur 2. janúar 2006 kl. 20:23
Eitt stöðvunarskyldubrot og tvö umferðaróhöpp
Upp úr miðnættinu var einn ökumaður kærður fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Hann var kærður fyrir athæfið.
Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í dag. Engin slys urðu á fólki.