Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einungis 664 sem búa í Grindavík samkvæmt skráningum
Grindavík fyrir hamfarirnar sem dundu á bænum þann 10. nóvember síðastliðinn. VF/Hilmar Bragi
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 1. ágúst 2024 kl. 10:19

Einungis 664 sem búa í Grindavík samkvæmt skráningum

Íbúum með skráð lögheimili í Grindavík hefur fækkað um 1.172 frá því í nóbember á síðasta ári, eða um 31,3%. Af þeim eru aðeins 664 sem hafa ekki skráð tímabundið aðsetur utan Grindavíkur en í heldina voru 2.570 manns með skráð lögheimili í Grindavík þann 29. júlí síðastliðinn.

Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar í dag. Þar segir jafnframt að af þeim sem skráð eru með lögheimili í Grindavík eru 1.906 með skráð aðsetur tímabundið utan Grindavíkur. Með þeirri skráningu heldur einstaklingur lögheimili sínu og þeim réttindum sem því fylgja en aðsetur er skráð þar sem dvalið er tímabundið vegna aðstæðna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Af þeim sem flutt hafa lögheimili sitt eða skráð aðsetur í öðru sveitarfélagi eru um 45% skráð til heimilis á höfuðborgarsvæðinu og 39% á Suðurnesjum. Um 10% eru á Suðurlandi.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í viðtali við mbl.is að hann telji tíma­bært að end­ur­skoða ákvæði sem ger­ir Grind­vík­ing­um kleift að hafa skráð aðset­ur á öðrum stað en lög­heim­ili en sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um frá 10. júlí hafa 805 Grind­vík­ing­ar flutt í Reykja­nes­bæ eft­ir ham­far­irn­ar síðasta haust, þar af hafa aðeins 311 fært lög­heim­ili sitt í bæ­inn.

Það þýðir að 494 Grind­vík­ing­ar sem bú­sett­ir eru í Reykja­nes­bæ greiða ekki út­svar til sveita­fé­lags­ins þrátt fyr­ir að sækja þangað flesta þjón­ustu með til­heyr­andi kostnaði fyr­ir bæj­ar­yf­ir­völd.

Gunn­ar Axel Ax­els­son, sveita­stjóra Voga, tekur í sama streng og Kjartan Már en það reynir á lítið sveitarfélag eins og Voga við að halda uppi eðlilegri starfsemi í bænum án þess að fá greitt útsvar frá öllum sem þar búa.


Uppfært: Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar, hafði samband við Víkurfréttir og vildi árétta að Grindavíkurbær hefur hingað til greitt fyrir skólavist, vinnuskóla, þjónustu við fatlaða o.fl. vegna íbúa með lögheimili í Grindavík sem hafa nýtt sér þjónustu í viðkomandi búsetusveitarfélagi.