Einu vegasamgöngur til Grindavíkur um Suðurstrandarveg
Vegasamgöngur til Grindavíkur eru verulega laskaðar eftir hraunrennsli í eldgosinu sem hófst á Sundhnúkagígaröðinni kl. 12:46 í gær. Hraun rann yfir Grindavíkurveg sunnan við Þorbjörn. Þá rofnaði Norðurljósavegur og Nesvegur fór einnig undir hraun.
Hrauntungan á sem liggur yfir Nesvegi á um 200 metra í tjarnirnar suðvestan við byggðina í Grindavík.
Eina örugga landleiðin til Grindavíkur er um Suðurstrandarveg. Reyndar geta neyðarbílar ekið slóða sem liggur með ströndinni vestur fyrir Grindavík.
Í myndasafni sem sjá má hér að neðan má sjá myndir sem teknar voru af hraunbreiðunni vestan við byggðina í Grindavík í kvöld.