Einstaklingum með framfærslustyrki fjölgar
Alls fengu 95 einstaklingar greiddan framfærslustyrk frá Reykjanesbæ í júlímánuði. Alls voru greiddar kr. 11.655.070,-. Í sama mánuði 2018 fengu 74 einstaklingar greiddan framfærslustyrk.
Þá fengu alls 179 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins í júlí, samtals kr. 2.230.662,-.