Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einstaklega góðir samningar fyrir Reykjanesbæ, segir Deloitte
Fimmtudagur 2. júlí 2009 kl. 16:30

Einstaklega góðir samningar fyrir Reykjanesbæ, segir Deloitte


Sjálfstæðismenn í meirihluta bæjarráðs Reykjanesbæjar segja í bókun sem lögð var fram á fundi í morgun að með samningum um sölu og kaup í HS Orku og HS Veitu, muni Reykjanesbær verða meirihlutaeigandi í þeim hluta Hitaveitu Suðurnesja sem varðar upprunalegt hlutverk hennar, þ.e. sala á heitu og köldu vatni ásamt rafmagni til íbúa. Ferskvatnslindir verði einnig í eigu veitna og forgangur íbúa af rafmagni, heitu og köldu vatni verði tryggður.

„Með samningum þessum er Reykjanesbær að eignast 66,7% í veituhluta Hitaveitu Suðurnesja og tryggja að auðlindin er komin í opinbera eigu. Við þessi kaup Reykjanesbæjar fyrir um 4,3 milljarða kr. eykst skráð eignarvirði bæjarins í veitunum úr 5,1 milljörðum kr. í yfir 7 milljarða kr,“ segir ennfremur í bókuninni.

Meirihlutinn segir að með þessu fari Reykjanesbær út úr áhættusamri uppbyggingu virkjana og samkeppnisrekstri með sölu á hlut sínum í HS orku hf. fyrir 13,1 milljarð kr. „Þessi viðskipti eru á sama verði og bauðst öðrum sveitarfélögum árið 2007 þegar þau seldu sig út úr Hitaveitu Suðurnesja, þrátt fyrir að HS hf. hafi rýrnað í verðmati frá þeim tíma.
Reykjanesbær fékk fyrirtækið Deloitte til ráðgjafar við samningsgerð og að meta samningsdrög. Niðurstöður hafa verið kynntar í bæjarráði. Umsögn fyrirtækisins er að samningarnir eins og þeir liggja fyrir séu einstaklega góðir fyrir Reykjanesbæ, eins og fram kom á umræddum fundi bæjarráðs,“ segir í bókun meirihlutans.

Tekist var harkalega á um málið á bæjarráðsfundi í morgun. Sjá nánar fundargerð bæjarráðs hér.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðrar tengdar greinar á vf.is :

Forkaupsréttur felldur brott samþykki hluthafar ekki samninginn

Sjálfstæðismenn samþykktu kaupsamninginn

Ugla mótmælir sölu Reykjanesbæjar á HS Orku til Geysis Green Energy

Kanadískt jarðvarmafyrirtæki og GGE gætu eignast allt hlutafé HS Orku

Grindvíkingar geta keypt Svartsengi af Reykjanesbæ

Lögfræðingur Grindavíkurbæjar og ráðgjafar fari yfir kaupsamning

Undrast samingsdrög um landakaup Reykjanesbæjar í lögsögu Grindavíkur

Reykjanesbær eignast jarðhitaréttindi

Reykjanesbær selur HS Orku til Geysis Green Energy