Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einstakar myndir af hverasvæði á botni Kleifarvatns
Mánudagur 27. júlí 2009 kl. 11:00

Einstakar myndir af hverasvæði á botni Kleifarvatns


Þrír íslenskir kafarar hafa birt á Youtube magnað myndband af hverasvæði á botni Kleifarvatns. Er þarna um einstakt náttúrufyrirbrigði að ræða sem þeir félagar hafa náð góðum myndum af.
Í gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Í vatninu þykja aðstæður góðar fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa sig. Vatnið er frekar tært og skyggnið prýðilegt eins og myndir þessar bera með sér.

Kleifarvatn er stærsta stöðuvatnið á Reykjanesskaga og þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 ferkílómetrar. Það er jafnframt eitt af dýpstu vötnum landsins, eða um 97 m þar sem það er dýpst. Vatnið hefur ávallt verið sveipað ákveðinni dulúð þar sem sögur hafa gengið um undarlegar skepnur sem komu stundum upp úr því. Um 1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni, þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum, vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

Krýsuvík er eitt merkilegasta og fjölbreyttasta útivistarsvæði landsins sem margir Suðurnesjamenn nýta sér.  Þar er að finna mörg merkileg og skoðunarverð náttúrufyrirbrigði, hvort sem er ofan eða neðan yfirborðs Kleifarvatns af þessum myndum að dæma.

Myndabandið má sjá hér:
http://www.youtube.com/watch?v=SgFXG5kjO0Q

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024