Fréttir

  • Einstakar minjar úr frystihúsamenningu í Keflavík
    Séð inn í gamla vélasalinn. Þarna stendur sagan í stað. Ráðast þarf í endurbætur á þaki og einum útvegg.
  • Einstakar minjar úr frystihúsamenningu í Keflavík
Laugardagur 13. febrúar 2016 kl. 11:06

Einstakar minjar úr frystihúsamenningu í Keflavík

- gamli vélasalurinn úr HF varðveittur

Hluti af hinu gamla frystihúsi HF að Hafnargötu 2 í Keflavík var rifinn í ársbyrjun og síðar á árinu verður restin af vinnslusölum frystihússins rifin. HF átti sitt blómaskeið fyrir áratugum en eftir stórbruna í hluta hússins árið 1983 breyttist starfsemin í húsunum.

Hin síðari ár hefur lista- og tómstundastarf ýmiskonar verið með aðsetur í húsum HF. Nú er svo komið að ástand bygginga er mjög lélegt og tekin hefur verið ákvörðun um að rífa það sem eftir stendur af húsunum. Þó verður þeim hluta hússins sem hýsir Svarta Pakkhúsið hlíft.

Í rústum HF eru einnig miklar og einstakar menningarminjar úr frystihúsamenningu hér á landi. Vélasalurinn þar sem frystivélarnar fyrir frystiklefa og frystitæki HF voru geymd stendur enn og ekki þarf mikla vinnu til að gera hann sýningarhæfan.

Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun þessi vélasalur vera einstakur hér á landi og hafa mikið varðveislugildi. Gömul frystihús hafi annað hvort verið rifin eða þau nútímavædd með nýjum tækjum og vélum. Því er ekki fyrir að fara í gamla vélasalnum í HF eins og sjá má á meðflylgjandi myndum.






 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024