EINSETNING GRUNNSKÓLA, SKÓLASEL OG NÝR LEIKSKÓLI Í GRINDAVÍK
Bæjarstjórn Grindavíkur undirritaði verksamning við Grindina, þann 15.september sl., um innanhússfrágang á nýbyggingu Grunnskóla Grindavíkur. Verkið skal hefjast nú þegar og ljúka í tveimur áföngum, hinum fyrri 30. júlí árið 2000 og hinum síðari 30. júlí 2001.Vilja einsetinn grunnskólaEindreginn vilji bæjarstjórnar er að Grunnskóli Grindavíkur verði einsetinn við upphaf næsta skólaárs. Í ljósi þess samþykkti bæjarstjórn Grindavíkur að fela skólastjóra og félagsmálastjóra, í samráði við bæjarstjóra, að hefja undirbúning að einsetningu grunnskólans nú þegar, og gera tillögur að því með hvaða hætti einsetningunni verði komið í framkvæmd á umræddum tíma.Skólasel og nýr leikskóliSkólastjóra var einnig falið að gera úttekt á möguleikum þess að starfrækja „skólasel” (heilsdagsskóla), í grunnskólum eftir að einsetning hefur komið til framkvæmda. Róbert Ragnarsson, ferðamála- og markaðsfulltrúi, sagði að með einsetnum grunnskóla auk nýs leikskóla, sem fyrirhugað er að taka í notkun haustið 2000, mun þjónusta við fjölskyldufólk batna til muna og verða til fyrirmyndar. Hann sagði jafnframt að með einsettum grunnskóla og nýjum leikskóla, ætti Grindavík að geta vaxið töluvert, án þess að sveitarfélagið þurfi að leggja í miklar fjárfestingar. „Fjölgun verður bara til þess að ná fram betri nýtingu á fjárfestingum”, sagði Róbert Ragnarsson.