Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Eins og óþekkir krakkar“
Miðvikudagur 15. apríl 2015 kl. 10:00

„Eins og óþekkir krakkar“

Silja Dögg ekki sátt við að dýrmætum tíma sé eytt í málþóf.

„Ég skil ekki, bara í alvörunni, af hverju menn vilja eyða klukkutímum í að spyrja sömu spurninganna hvar menn séu staddir, sérstaklega þegar þeir eru búnir að fá svörin við því. Fjölmörg önnur mikilvæg mál bíða, góð þingmannamál frá stjórnarandstöðuþingmönnum og hinum. Við eigum að taka höndum saman og bæta okkur. Ekki bara segja það, heldur gera það,“ sagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarmanna, í  viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Silja Dögg steig í pontu á alþingi í óundirbúnum fyrirspurnartíma í gær og bar sig illa undan því fyrirkomulagi sem var þegar ráðherrar voru ekki til staðar. Þar skömmuðust þingmenn stjórnarandstöðu í dágóðan tíma yfir því að ráðherrar væru ekki til staðar. Hún kallaði það röfl. 

„Eiga að láta af þessum ósið“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það styttist í þinglok og jafnvel er talað um sumarlok vegna gríðarlegs málafjölda sem bíður umræðu og afgreiðslu á alþingi. Í liðnum sem heitir um fundarstjórn forseta tjá menn sig um alls konar mál og í honum upphefst gjarnan málþóf sem tefur fyrir afgreiðslu mála. „Það er talað um ný stjórnmál en það er ekki sýnt í verki að láta af þessum ósið. Það er skiljanlegt að fólk vilji svör við því hvar ráðamenn séu en þegar svörin eru komin þá finnst mér fullkomlega ástæðulaust að spyrja sömu spurninganna. Ég líkti þessu saman við kunningja mína að þetta hefðu verið eina og óþekkir krakkar að biðja um að fá að horfa á sjónvarpið og maður segir nei. Þá er bara haldið áfram að spyrja að því sama. Menn ættu að vera komnir lengra en þetta. Þeir sem hæst tala um bætta stjórnmálamenningu eiga að sýna gott fordæmi og láta bara staðar numið,“ sagði Silja Dögg, sem finnst brýnt að gengið sé í að ræða húsnæðismál. Fjölmargar fjölskyldur bíði þess að þau leysist.