Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eins og krabbamein í íslensku þjóðfélagi
Miðvikudagur 26. nóvember 2008 kl. 11:09

Eins og krabbamein í íslensku þjóðfélagi

„Ég er þeirrar skoðunar að þessi sjálftaka, að halda að það megi leysa úr ágreiningsmálum með ofbeldi, sé eins og krabbamein í íslensku þjóðfélagi. Við sjáum þess merki víða. Ég sé ekki betur en að nú verði fólk að taka höndum saman og vinna þannig úr því og stimplum það inn að ofbeldi er ekki ásættanleg lausn í  ágreiningsmálum, sama hvort það er á milli barna, unglinga eða fullorðinna,“ segir Gylfi Jón Gylfson, sálfræðingur og deildarstjóri sérfræðiþjónustu hjá Reykjanesbæ, þegar VF ræddi við hann vegna líkamsárásarinnar í Njarðvík í síðustu viku. Árásin vakti mikinn óhug almennings ekki síst vegna ungs aldurs þeirra er hlut áttu að máli auk þess hve fólskuleg hún var.

„Hvaðan þetta er komið inn í íslenskt samfélag er ekki gott að segja. En þetta er þekkt fyrirbæri í menningarkimum, t.d. meðal glæpagengja í útlöndum og svo framvegis. Kannski er einhvers konar eftirherma af því í gangi,“ segir Gylfi ennfremur.

Sjá nánar í Víkurfréttum á morgun.


Vfmynd/elg: Gylfi Jón Gylfason, sálfræðingur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024