Eins mánaðar skilorð fyrir nefbrot
23 ára gamall karlmaður í Reykjanesbæ var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness í eins mánaðar skilorðbundið fangelsi vegna líkamsárásar. Árekstrar urðu milli hans og tveggja annarra á Tjarnargötu í Reykjanesbæ í nóvember síðastliðnum. Ákærði sló báða sitthvoru hnefahögginu í andlit. Annar þeirra nefbrotnaði.
Í dómnum er það talið til refsilækkunar að óforsvaranleg orð féllu af hálfa brotaþola í garð ákærða og vinar hans og brotaþoli var fyrri til að ýta við vini ákærða. Hinn ákærði hefur ekki áður gerst brotlegur við lög.