Eins árs barn brenndist illa af heitu vatni
Eins árs gamalt barn brenndist illa og var flutt á slysadeild í Reykjavík eftir að þriggja ára gamalt barn hafði skrúfað frá heitu vatni og lét renna í baðvask, þar sem yngra barnið sat. Tilkynnt var um slysið kl. 17:11 og var barnið flutt með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Læknir var sendur með sjúkrabílnum.
Frekari upplýsingar um slysið er ekki að hafa á þessari stundu.
Frekari upplýsingar um slysið er ekki að hafa á þessari stundu.