Einn sviptur og annar á 83 km. hraða innanbæjar
Einn ökumaður var tekinn fyrir að aka sviptur. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Njarðarbraut. Mældist hraði hans 83 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km. Ellefu bifreiðar voru boðaðar til skoðunar vegna vanrækslu eigenda þeirra. Númer voru tekin af einni bifreið þar sem hún var ótryggð.





