Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 12. nóvember 2021 kl. 10:09
Einn snarpur skjálfti við Keili í morgun
Einn snarpur jarðskjálfti varð 3,3 km. suðsuðvestur af Keili rétt eftir kl. 05 í morgun. Skjálftinn var M3,2 og varð á 6,4 km. dýpi. Síðasti sólarhringur hefur verið mjög rólegur á Reykjanesskaganum þegar kemur að jarðhræringum.