Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn risastór misskilningur
Það þarf ökuréttindi á létt bifhjól, bannað að aka á gangstéttum og allir eiga að vera með hjálm á höfði. Myndin er úr safni og tengist ekki fréttinni beint.
Mánudagur 6. maí 2013 kl. 18:02

Einn risastór misskilningur

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði með skömmu millibili um helgina akstur tveggja unglingaspilta, þrettán og fimmtán ára, sem báðir óku léttum bifhjólum án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Þá voru bæði bifhjólin númerslaus og annað að auki ótryggt. Feður beggja voru látnir vita og voru lögreglu þökkuð afskiptin.

Einhver misskilningur virðist hafa verið í gangi, því báðir sögðu strákarnir að þeim hefði verið sagt að engin skilyrði þyrfti að uppfylla ef ekið væri hægar en á 25 kílómetra hraða, og þá uppi á gangstétt. Þetta er að sjálfsögðu alrangt, þegar um létt bifhjól er að ræða, því þau eru skráningarskyld og ökuréttindi þarf til að aka þeim. Slík réttindi er hægt að öðlast þegar viðkomandi hefur náð fimmtán ára aldri. Og að sjálfsögðu er akstur léttra bifhjóla á gangstéttum bannaður.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024