Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn ölvaður og sjö óku of hratt
Mánudagur 26. ágúst 2013 kl. 10:54

Einn ölvaður og sjö óku of hratt

Sjö ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Flest brotin áttu sér stað á Reykjanesbraut. Tveir ökumenn sem hraðast óku mældust á 131 kílómetra hraða. Þá mældist einn sjömenninganna á 63 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sá ók sumsé meir en helmingi hraðar en leyfilegt var á umræddri akbraut.

Þá var einn ökumaður til viðbótar færður á lögreglustöð, grunaður um ölvunarakstur. Hann var stöðvaður við eftirlit lögreglu með ölvunarakstri í umdæminu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024