Einn ölvaður og annar í dópi
Ekkert lát er á útköllum lögreglunna á Suðurnesjum vegna fíkniefnaaksturs, en í dag var einn ökumaður til viðbótar tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna og annar fyrir ölvun við akstur. Þannig hafa 46 mál vegna ölvunaraksturs komið til kasta lögreglunnar í umdæminu það sem af er marsmánuði.
Viðurlög við slíku athæfi eru þung þar sem lágmarkssekt er 70.000 krónur og þriggja mánaða ökuleyfissvipting.