Laugardagur 30. júlí 2005 kl. 14:55
Einn með óspektir fékk gistingu á Hótel Löggu
Á næturvaktinni hjá lögreglunni í Keflavík var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvun við akstur. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðar ók á 125 km. hraða. Einn gisti fangageymslu vegna ölvunar og óspekta.