Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn lykill - tveir bílar
Sunnudagur 8. maí 2005 kl. 15:25

Einn lykill - tveir bílar

Blaðamenn Víkurfrétta þurfa ekki alltaf að leita langt til að sjá eitthvað fréttnæmt. Af svölunum hússins mátti sjá menn reyna hvað þeir gátu til að komast inn í bíl. Ekki var um að ræða þjófnað heldur hafði eigandi bílsins læst lyklana inni.

Lögreglan kom á staðinn og reyndi að aðstoða mennina en ekkert gekk upp. Blaðamaðurinn ákvað því að rölta niður og eiga við mennina nokkur orð. Aðallega til að forvitnast af hverju lögreglan hafði ekkert getað aðstoðað. En í því datt honum í hug að nota eigin bíllykil til að opna bílinn enda eru þeir sömu tegundar og viti menn lykillinn gekk að skránni! Gott að hafa þetta á bakvið eyrað ef lykillinn týnist.

[email protected]

VF-mynd/Margrét

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024