Laugardagur 31. desember 2005 kl. 14:21
Einn handtekinn eftir hópslagsmál utan við Traffic
Lögregla var kölluð að skemmtistaðnum Traffic í Keflavík árla morgun vegna hópslagsmála þar fyrir utan. Slagsmálin leystust fljótlega upp. Einn aðili, ungur maður, var handtekinn vegna ölvunar og óláta og var vistaður í fangaklefa þar sem hann fékk að sofa úr sér æsinginn og áfengisvímuna.