Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einn gisti fangageymslur
Laugardagur 18. febrúar 2006 kl. 12:42

Einn gisti fangageymslur

Nokkur erill var á næturvakt lögreglunnar í Keflavík og gisti einn fangageymslur í nótt. Þá voru höfð afskipti af tveimur ungmennum sem voru með áfengi undir höndum. Var áfengið gert upptækt og aðstandendur ungmennanna látnir vita, ungmennin voru svo sótt á lögreglustöðina.

Í gærdag var lögreglan kvödd að íbúðarhúsi við Þórustíg í Njarðvík þar sem brotist hafði verið inn og rafmagnstækjum og ýmsum hlutum stolið. Húsráðandi segir að innbrotið hafi átt sér stað á föstudagsmorgun milli kl. 07:00 – 10:00. Ekki er vitað hverjir voru að verki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024