Einn fullur undir stýri og fjórir á hraðferð á Brautinni
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði einn ökumann í nótt vegna ölvunaraksturs. Þá voru fjórir ökumenn stövaðir á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs. Sá sem ók hraðast mældist á 153 km hraða, en löglegur hámarkshraði víðast á Reykjanesbraut er 90 km/klst eins og flestir vita.
Má viðkomandi búast við 140.000 kr sekt og ökuleyfissviptingu í 2 mánuði, auk þriggja refsipunkta í ökuferilsskrá.
Mynd úr safni VF