Einn af áhugaverðustu lögfræðingunum
Breska vikuritið The Lawyer hefur valið Keflvíkinginn Guðmund J. Oddsson, forstöðumann lögfræðiskrifstofu Logos í Lundúnum, einn af 40 athyglisverðustu erlendu lögfræðingunum í Bretlandi.
Í tilkynningu frá Logos er vitnað til umsagnar fagritsins um Guðmund. Þar segir að Guðmundur hafi vakið mikla athygli síðastliðið vor þegar hann axlaði þá ábyrgð að koma á fót skrifstofu í London fyrir Logos, stærstu lögfræðistofu Íslands, með það að markmiði að nýta þau tækifæri sem auknar fjárfestingar Íslendinga í Bretlandi hafi haft í för með sér.
Svo vel hafi gengið hjá Guðmundi að Logos hafi nú sent annan lögfræðing til Lundúna og stefni ennfremur að því að ráða reynda breska lögmenn til starfa.
Texti af visi.is
Guðmundur tók nýlega sæti í stjórn West Ham en lék á sínum tíma með meistaraflokki Keflavíkur