Einn á nagladekkjum í júlí - annar í vímu
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum tekið á annan tug ökumanna úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Einn þeirra var jafnframt staðinn að hraðakstri og reyndist sviptur ökuréttindum.
Þá voru á annan tug til viðbótar staðnir að hraðakstri og sjö ökumenn óku án ökuréttinda. Skráningarnúmer voru fjarlægð af sex óskoðuðum eða ótryggðum bifreiðum og einn ók á nagladekkjum.