Einn á hraðferð á Brautinni
Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í gærkvöldi. Ökumaðurinn var stöðvaður á Reykjanesbraut á 137 km. hraða þar sem hámarkshraðinn er 90 km. Viðkomandi má búast við myndarlegri sekt fyrir athæfið. Aðstæður til aksturs í gærkvöldi voru ekki góðar, rigning og mikil bleyta á Reykjanesbrautinni.Annars var rólegt á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík.