Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einmuna veðurblíða gladdi hátíðargesti á Garðskaga
Sunnudagur 28. júní 2009 kl. 14:47

Einmuna veðurblíða gladdi hátíðargesti á Garðskaga


Einmuna veðurblíða hefur glatt gesti á Sólseturshátíðinni á Garðskaga nú um helgina. Fyrstu gestirnir byrjuðu að koma sér fyrir á hátíðarsvæðinu á fimmtudaginn og síðan þá hefur veðrið leikið við gesti á Garðskaga. Nú er skýjað  en milt veður á Garðskaga. Í gær, laugardag var glampandi sól og hiti og hægur andvari. Varla var hægt að segja að fánar hafi náð að blakta á svæðinu.

Gestirnir sungu við varðeld seint í gærkvöldi á meðan aðrir fóru niður í fjöru og gengu í fjöruborðinu eða óðu í tjarnsléttum sjónum.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024