Einkaþota Jóns Ásgeirs og óvinaflugvél í Keflavík
Einkaþota Jóns Ásgeirs Jóhannessonar er stödd á Keflavíkurflugvelli þessa stundina. Þrátt fyrir kreppuástand á Íslandi er það ekki að sjá þegar horft er yfir flughlaðið hjá Suðurflugi, því þar má sjá nokkrar einkavélar.
Meðal annars var að koma til landsins þota frá US AIR FORCE. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, vandaði Bandaríkjamönnum ekki kveðjurnar í hádegisfréttum Stöðvar 2, þegar hann sagði þá hafa sýnt Íslendingum puttann um leið og hann rak viðeigandi fingur framan í myndavélina. Það er því spurning hvort vél bandaríska flughersins sé ekki óvinaflugvél í Keflavík?
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson