Einhver á 24 milljónir og veit ekki af því!
Vinningishafinn í Lottóinu á laugardaginn er ófundinn. Hann er líklega Suðurnesjamaður þar sem vinningsmiðinn var keyptur í Brautarnesti við Hringbraut í Reykjanesbæ, samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri getspá. Sá heppni var einn með pottinn, sem var fjórfaldur og nam tæpum 24 milljónum króna. Einhver á Suðurnesjum er því 24 milljónum krónum ríkari og veit ekki enn af því!
Líklega hafa einhverjir ekki lesið lengra en að síðustu greinarskilum þar sem þeir eru núna að kíkja í veskið sitt eftir miðanum…