Einhleypir ungir karlmenn fá aðstoð
Einhleypir karlmenn og ungt fólk á aldrinum 16-24 ára voru fjölmennustu hópar þeirra sem þáðu framfærslu hjá félagsþjónustu Reykjanesbæjar í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu félagsþjónustunnar.Hjördís Árnadóttir, félagsmálastjóri Reykjanesbæjar, segir stærstan hluta þessa hóps ekki hafa farið í framhaldsnám að loknum grunnskóla og sumir hafi jafnvel aldrei fengið starf að námi loknu. Þessi hópur hafi heldur ekki náð að vinna sér inn bótarétt úr atvinnuleysissjóði vegna bágs atvinnuástands á síðasta ári. 31% þeirra sem sækir um framfærslu er í þessum hópi. Hins vegar séu þeir sem hafi framhaldsmenntun eftir grunnskóla aðeins 6% af umsækjendum. Hún segir því nauðsynlegt að styðja þennan hóp til frekara náms.
Síðastliðin 4-5 árin hafa einhleypir karlmenn verið stærsti hópur umsækjenda um framfærslu og Hjördís segir það sama eiga við í öllum stærstu sveitarfélögunum á landsins.
Ríkisútvarpið greindi frá.
Síðastliðin 4-5 árin hafa einhleypir karlmenn verið stærsti hópur umsækjenda um framfærslu og Hjördís segir það sama eiga við í öllum stærstu sveitarfélögunum á landsins.
Ríkisútvarpið greindi frá.