Einhamar hækkar laun
Sjávarútvegsfyrirtækið Einhamar Seafood ehf. í Grindavík hefur ákveðið að hækka laun starfsfólks, en um 35 manns starfa hjá landvinnslu fyrirtækisins.
Allmörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa á undanförnum dögum tekið ákvörðun um að greiða þá launahækkun sem Samtök atvinnulífsins og ASÍ sömdu um að fresta. Launin hækka um 13.500 krónur og tekur hækkunin gildi 1. mars.