Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Einhamar hækkar laun
Mánudagur 30. mars 2009 kl. 16:13

Einhamar hækkar laun


Sjávarútvegsfyrirtækið Einhamar Seafood ehf. í Grindavík hefur ákveðið að hækka laun starfsfólks, en um 35 manns starfa hjá landvinnslu fyrirtækisins.

Allmörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa á undanförnum dögum tekið ákvörðun um að greiða þá launahækkun sem Samtök atvinnulífsins og ASÍ sömdu um að fresta. Launin hækka um 13.500 krónur og tekur hækkunin gildi 1. mars.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024