Einar Kristjánsson ráðinn bæjarritari í Vogum
Við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 ákvað bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga að setja á stofn embætti bæjarritara frá og með árinu 2019. Bæjarráð Voga samþykkti á fundi sínum á dögunum að ráða Einar Kristjánsson til starfans, að undangengnu auglýsinga- og ráðningaferli.
Hlutverk bæjarritara verður einkum að annast og hafa umsjón með fjármálastjórn og áætlanagerð sveitarfélagsins, auk þess að hafa umsjón með og berga ábyrgð á daglegri stjórnsýslu. Einar er með meistaragráðu í viðskiptafræði og stjórnun (MBA) frá Háskóla Íslands.