Einar Jón forseti og Jónína formaður
– í Sveitarfélaginu Garði
Einar Jón Pálsson verður forseti bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Garðs næstu fjögur árin. Þetta var samþykkt með fimm atkvæðum D-lista á fundi bæjarstjórnar Garðs þann 18. júní sl. Fulltrúar N-lista sátu hjá. Brynja Kristjánsdóttir verður fyrsti varaforseti bæjarstjórnar og Jónína Hólm 2. varaforseti.
Jónína Magnúsdóttir verður formaður bæjarráðs. Skipað var í bæjarráð til eins árs en auk Jónínu Magnúsdóttur skipa það þau Gísli Heiðarsson og Jónína Holm. Varamenn í bæjarráði eru Einar Tryggvason, Brynja Kristjánsdóttir og Pálmi Guðmundsson en bæjarráð var samþykkt samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar.