Einar Jón efstur og Jónína í 2. sæti
Einar Jón Pálsson er í 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokks og óháðra í Garði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar eftir prófkjör sem fram fór í dag. Nýr frambjóðandi á lista kom, sá og sigraði, því Jónína Magnúsdóttir tryggði sér annað sætið á listanum. Gísli Heiðarsson er þriðji, Einar Tryggvason fjórði og Brynja Kristjánsdóttir fimmta.
Annars er röðin svona:
1. Einar Jón Pálsson, tæknifræðingur og forseti bæjarstjórnar.
2. Jónína Magnúsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá MSS.
3. Gísli Heiðarsson, framkvæmdastjóri hjá GSE ehf og bæjarfulltrúi.
4. Einar Tryggvason, vinnuvélastjórnandi og bæjarfulltrúi.
5. Brynja Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi og aðalmaður í bæjarstjórn frá 2006.
6. Björn Bergmann Vilhjálmsson, verkamaður sjá SI raflögnum.
7. Bjarki Ásgeirsson, grunnskólakennari og húsasmíðameistari. Situr einnig í Bygginganefnd.
8. Björn Vilhelmsson, kennari og deildarstjóri.
9. Sævar Leifsson, vallarstjóri hjá Knattspyrnudeild Keflavíkur.