VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Einar Bárðar vill kaupa Rás 2
Mánudagur 8. febrúar 2010 kl. 11:38

Einar Bárðar vill kaupa Rás 2

Athafnamaðurinn og útvarpsstjóri Kanans, Einar Bárðarson, ætlar í dag að senda Páli Magnússyni útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins erindi þess efnis að Einar fái að kaupa Rás 2. Einar segir í samtali við dv.is í gærdag að hann sjái fyrir sér slá megi tvær flugur í einu höggi með þessu. Kaninn fengi með þessu alvöru dreifikerfi og létt yrði á rekstri RÚV með að annað hvort pakka saman Rás 2 eða sameina stöðina Rás 1.


„Ég ætlaði að senda þetta bréf í síðustu viku en komst ekki í það,“ segir Einar við dv.is aðspurður um áform sín. Hann segir að tilboð hans hljóði upp á að hann kaupi Rás 2, eða að RÚV myndi leigja Kananum græjurnar og aðgang að dreifikerfinu. „Svona rétt á meðan þeir rétta reksturinn af,“ bætir Einar við leiguhugmyndina.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk


Aðspurður hvert verðmat hans sé á Rás 2 svarar Einar að bragði: „Hvers virði er það fyrir þjóðina að halda uppi taprekstrinum á RÚV? Auðveldast væri líklega að rétta manni þetta. En nei, ég býst nú við að þurfa að borga eitthvað fyrir þetta,“ segir Einar af fullri alvöru.


Nánar hér!

VF jól 25
VF jól 25