Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ein milljón í bætt aðgengi við Gunnuhver
Þriðjudagur 13. mars 2007 kl. 13:11

Ein milljón í bætt aðgengi við Gunnuhver

Ferðamálastofa úthlutaði Ferðamálasamtökum Suðurnesja og Grindavíkurbæ einni milljón króna í gær til að laga aðgengi að Gunnuhver á Reykjanesi en með tilkomu Reykjanessvirkjunar hefur virkni hveranna breyst og aukist nokkuð þannig að nú þarf að koma annarsstaðar að þessu sérstaka svæði.


Á heimasíðu Grindavíkur kemur fram að alls bárust Ferðamálastofu 131 umsókn um styrki til úrbóta á ferðamannastöðum á yfirstandandi ári en auglýst var eftir umsóknum um styrki í desember síðastliðnum. Umsóknirnar voru afgreiddar af starfsfólki Ferðamálastofu og hlutu 62 verkefni styrk að þessu sinni.


Til úthlutunar voru um 48 milljónir króna sem skiptast í fjóra flokka. Við úthlutun að þessu sinni var sérstaklega horft til úrbóta í aðgengismálum á áninga- og útivistarstöðum. Umsóknir hljóðuðu uppá samtals 217.822.500- krónur.

 

H: www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024