Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 18. október 2001 kl. 10:10

Eigum ýmislegt sameiginlegt

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur nú endurnýjað vináttusamning við franska héraðið Charente-Maritme en samstarfið hefur staðið síðan 1998.


Að sögn Skúla Þ. Skúlasonar, formanns Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, má rekja upphaf þessara tengsla til sýningar sem haldin var hér á landi og bar nafnið Hafið og saltið. „Sendinefnd frá héraðinu óskaði þá eftir því við sendiráð Frakka að það það hlutaðist til um samstarfsaðila á Íslandi. Franska sendiráðið lagði til að komið yrði á samstarfi við Suðurnes þar sem ýmislegt sameiginlegt væri milli
þessara svæða, má þar nefna jarðhiti, salt, ferðaþjónustu, sjávarútveg, fiskvinnslu, heilsuböð og fleira. Ákveðið var að ganga til þessa samstarfs og áherslan yrði á markaðs- og ferðatengdum málum“, segir Skúli en eftirfylgni og megintengslum hefur verið beint í gegnum Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar.
Franska héraðið hefur verið með íslenska stúlku Hörpu Þórsdóttur í hálfu starfi til þess að samskipti við Ísland og heimsótti hún Reykjanesbæ á þessu ári. Samningurinn hefur nú verið framlengdur til 31.desember 2004 og megináherslur samningsins eru efnahagsmál og viðskipti, heilsulindir og heitar laugar, ferðaþjónusta, matvælaiðnaður og rannsóknir og kynning á
menningu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024