Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eignaspjöllum fækkar í Grindavík - Fleiri spenni á sig beltin
Föstudagur 21. október 2011 kl. 10:06

Eignaspjöllum fækkar í Grindavík - Fleiri spenni á sig beltin

Lögreglan hefur tekið saman lista yfir verkefni sín í Grindavík frá 6. september til 3. október. Þau voru alls 103 en flest tengjast þau eftirliti og aðstoð við borgarana en þau eru reyndar skráð á 27 mismunandi málaflokka. Sigurður Ágústsson aðstoðaryfirlöregluþjónn segir varla hægt að tala um dæmigerða mánuði hjá lögreglu. Verkefni hennar eru mjög misjöfn á milli mánaða. Sumir mánuðir geta verið rólegir en aðrir þar sem mjög mikið er að gera. Einnig fer þetta eftir árstíðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar listi yfir aðstoð við borgarana er skoðaður má þar sjá að laganna verðir þurfa að vera tilbúnir til þess að aðstoða með ýmislegt. Þar má nefna bifreið gefinn straumur, gisting að eigin ósk, opna bifreið og húsnæði. Einnig var var leitað til lögreglu vegna framkvæmda, götuhlaups, óláta eða slagsmála, vegna veðurs, ölvunar o.fl. Sum tilfelli geta verið alvarleg.

„Verkefni þessi eru yfirleitt leyst með því að lögreglumaður fer á staðinn og aðstoðar fólk við að leysa málið eða það er gert í gegnum síma. Lögreglumenn líta þetta jákvæðu augum og finnst sjálfsagt að aðstoða borgarana ef þeir mögulega geta," segir Sigurður.

Hér má sjá samantektina í heild sinni varðandi verkefni lögreglunnar frá 6. sept. til 3. okt.:
Eftirlit 49
Leit að fólki 1
Ólögleg lagnin ökutækis 1
Ofhraður akstur ( Grindavíkurvegur) 2
Aðstoða við borgarana 17
Nytjastuldur á ökutæki 2
Umferðaróhapp innanbæjar 3
Umferðaróhapp utanbæjar 1
Eftirlit með útlendingum 2
Þjófnaður 3
Hótanir 2
Ágreiningur 1
Ölvun á almannafæri 1
Fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt 1
Ofbeldi gagnvart opinberum starfsm. 2
Ölvun á hesti 1
Líkamsárás 1
Eignaspjöl 1
Brot á lögum um leigubifreiðar 1
Maður bitin af hundi 1
Kvartað undan Lausum hrossum 2
Aðfinnslulegt háttarlag 2
Tilkynning um tjón á ökutæki 1
Mannslát 1
Ymsar tilkinningar 2
Varsla og meðferð fíkniefna 1
Vinnuslys 1
Samtals 103

Að sögn Sigurðar er að hans mati ekkert sérstaklega athyglisvert á þessum lista, hvorki hvað varðar fjölda verkefna né tegundir. Það sem Grindvíkingar þyrftu fyrst og fremst að skoða hjá sér er að venja sig á að fara í öryggisbeltin!

- Þarna eru 2 hraðakstrar fyrir heilan mánuð á Grindavíkurvegi, gefur það rétta mynd af hrakakstri á veginum?
„Tveir teknir fyrir hraðakstur á einum mánuði gefur ekki rétta mynd af hraðakstri á Grindavíkurvegi. Sennilega gæti þarna verið hálku á veginum að þakka að hraði var ekki meiri" segir Sigurður.

Að lokum sagði Sigurður að sér sýndist að eignaspjöllum sé að fækka hjá okkur í Grindavík og er það jákvætt.