Eignaspjöll unnin á bílum við Túngötu
Tilkynnt var til lögreglunnar í Keflavík í gær að framin hafi verið eignaspjöll á tveimur bifreiðum, sem staðsettar voru við Túngötu í Keflavík. Þær höfðu verið talsvert rispaðar. Ekki er vitað hver tjónvaldur er.
Um hádegið í gær urðu tveir minniháttar árekstrar milli bifreiða í Keflavík. Annar þeirra var á Suðurvöllum og hinn á Hringbraut, móts við Samkaup Strax.
Kvartað var undan hraðakstri í Sandgerði. Næturvaktin var róleg ekkert var um að vera, segir á vef lögreglunnar.
Um hádegið í gær urðu tveir minniháttar árekstrar milli bifreiða í Keflavík. Annar þeirra var á Suðurvöllum og hinn á Hringbraut, móts við Samkaup Strax.
Kvartað var undan hraðakstri í Sandgerði. Næturvaktin var róleg ekkert var um að vera, segir á vef lögreglunnar.