Þriðjudagur 27. janúar 2004 kl. 10:30
Eignaspjöll í Sandgerði
Í gærmorgun var tilkynnt til lögreglu eignaspjöll hjá elliheimilinu Miðhúsum við Suðurgötu í Sandgerði. Þar höfðu fimm útiljós verið skemmd og fimm gluggalistar losaðir úr falsi. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki.