Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Fréttir

Eignarnám HS orku nánast út af borðinu
Mánudagur 1. nóvember 2010 kl. 09:14

Eignarnám HS orku nánast út af borðinu


Ólíklegt er að starfshópur ríkisstjórnarinnar um eignarhald á orkufyrirtækjum geti komist að þeirri niðurstöðu sem stjórnin lagði honum í hendur.

Hverfandi líkur eru á að hópurinn leggi til að ríkið taki HS-orku eignarnámi af eigandanum, Magma Energy og ljón eru í vegi þess að hann geti með góðu móti lagt til takmörkun eignarhalds einkafyrirtækja.

Fréttablaðið/Vísir greina frá þessu.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þau meginsjónarmið uppi í starfshópnum að fara beri eftir niðurstöðum nefndar sem yfirfór viðskiptin með HS orku. Hún mat þau lögmæt og lagði ekki til eignarnám.


Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25