Eignarnám HS orku nánast út af borðinu
Ólíklegt er að starfshópur ríkisstjórnarinnar um eignarhald á orkufyrirtækjum geti komist að þeirri niðurstöðu sem stjórnin lagði honum í hendur.
Hverfandi líkur eru á að hópurinn leggi til að ríkið taki HS-orku eignarnámi af eigandanum, Magma Energy og ljón eru í vegi þess að hann geti með góðu móti lagt til takmörkun eignarhalds einkafyrirtækja.
Fréttablaðið/Vísir greina frá þessu.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þau meginsjónarmið uppi í starfshópnum að fara beri eftir niðurstöðum nefndar sem yfirfór viðskiptin með HS orku. Hún mat þau lögmæt og lagði ekki til eignarnám.