Egypskt stemmning og magadans á Flughóteli
Á dögunum stóð Flughótel í Reykjanesbæ að egypsku hlaðborði. Flughótel hefur nýlega ráðið til sín egypskan matreiðslumann Mohamed Raafat Oda sem sá um matseldina á hlaðborðinu. Fjölmenni sótti hlaðborðið og færri komust að en vildu.
Kvöldið hófst með fordrykk í boði hússins. Magadansmeyjar sýndu listir sínar á meðan gestir gæddu sér á dýrindis réttum af hlaðborðinu sem hafði að geyma fjölmarga spennandi og framandi rétti.
Víkurfréttir fengu að trufla matreiðslumanninn á meðan hann bakaði brauð í salnum fyrir framan gesti. Hann var ánægður með hvað margir sýndu viðbrögð við matseld frá hans heimalandi, en hann kemur frá Cairo höfuðborg
Egyptalands.
Aðspurður sagði Mouhamed að helsti munurinn á íslenskri og egypskri matargerð væri sá að Egyptar væru mun lengra komnir í notkun kryddjurta en Íslendingar enda hafi Egyptar verið að nota þær í um 4000 ár. Á næstunni á Flughóteli er Thanksgiving hlaðborð sem haldið verður þann 19. nóvember.