Föstudagur 17. september 2004 kl. 09:27
Eggjum grýtt í hænsnabú
Á miðvikudagsmorgun var lögreglunni í Keflavík tilkynnt um að eggjum hafi verið kastað í húsnæði hænsnabús á Vatnsleysuströnd. Virðist sem úrgangsegg hafi verið tekin úr ruslagámi og grýtt utan í húsnæði hænsnabúsins. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki.