Miðvikudagur 11. janúar 2006 kl. 10:20
Eggjahernaður í Grindavík
Hópur unglinga í Grindavík var staðinn að eggjakasti í gærkvöldi. Upp úr kl. 21 barst tilkynning um að eggjum væri kastað inn á svæði sundlaugarinnar í bænum og skömmu síðar fengu egg að fljúga í einbýlishús skammt frá. Lögreglumenn fóru á svæðið og upplýstu verknaðinn með snatri.