Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ég tek ofan af fyrir þessum hetjum
Mánudagur 12. júní 2006 kl. 17:25

Ég tek ofan af fyrir þessum hetjum

Ragna Marinósdóttir framkvæmdastjóri Umhyggju, félag sem vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra, var glöð er hún heyrði í hjólreiðaköppunum frá Suðurnesjum í dag þar sem þeir börðust við kára og malbikið. Hjólreiðakapparnir munu afhenda afraksturinn til Umhyggju þegar hringferð þeirra um landið er lokið.

„Þeir sögðu mér að þeir væru að fá góðar viðtökur um allt land þannig að þetta getur vart verið jákvæðara,“ sagði Ragna í samtali við Víkurfréttir. „Fyrir félag eins og Umhyggju er þetta gríðarlega mikilvægt og svona framtak sýnir best í hvernig landi við búum en þetta er mikið þrekvirki sem þessir menn eru að leggja á sig fyrir okkur,“ sagði Ragna sem beið þess í ofvæni að hitta garpana fjóra.

„ Ég bíð spennt eftir því að hitta hjólagarpana og það verða miklir fagnaðarfundir. Ég tek ofan af fyrir þessum hetjum,“ sagði Ragna að lokum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024