Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Fréttir

Ég er ekki í neinni fýlu
Gunnar Þórarinsson.
Fimmtudagur 17. apríl 2014 kl. 09:00

Ég er ekki í neinni fýlu

Gunnar Þórarinsson leiðir lista Frjáls afls í Reykjanesbæ. Píratar bjóða einnig fram í bæjarfélaginu.

„Það gekk mjög vel að fá fólk á listann. Mikill áhugi og stemning fyrir þessu. Ég er að hlýða kalli stuðningsfólks míns. Það er fullt af fólki sem vill breytingar,“ segir Gunnar Þórarinsson, efsti maður á lista Frjáls afls, sem kynnti í gær framboðslista sinn til sveitarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ.

Gunnar segir marga hafa hvatt sig til sérframboðs eftir grein sem hann skrifaði og lýsti yfir framboði ef næg hvatning yrði. „Og það varð. Ég fékk ákveðið brautargengi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins en það fór eins og það fór. Ég er ekki í neinni fýlu vegna þess. Ég og við viljum breyta bæjarfélaginu til hins betra.“ Stefnumálin segir Gunnar að verði birt eftir páska en Frjálst afl muni standa fyrir meiri aga í fjármálum bæjarins, aðhaldi og slíku. „Við viljum gera trúverðugari fjárhagsáætlanir og svo náttúrulega að vera raunsæ í tekjuöflun og slíku þegar lýtur að atvinnumálum. Einnig ætlum við að styðja við grunngildin í samfélaginu, barnafólk og eldri borgara,“ segir Gunnar.

Þá er ljóst að sjötta framboðið til bæjarstjórnarkosninga í Reykjanesbæ kemur frá Pírötum. Trausti Björgvinsson mun leiða listann. Framboðslisti þeirra verður birtur á vf.is en hann hafði ekki borist Víkurfréttum áður en blaðið fór í prentun.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Trausti Björgvinsson, efsti maður á lista Pírata.

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25