Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 6. febrúar 2001 kl. 22:01

Eftirsóttir læknar

Nokkur aukning hefur orðið á því að sjúklingar, búsettir utan Suðurnesja, sækist í að komast í minni aðgerðir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Jóhann Einvarðsson, framkvæmdastjóri HSS staðfesti þetta í samtali við VF.
„Við förum ekki í manngreiningarálit svo lengi sem það stangast ekki á við aðgerðir hér heima en við reynum auðvitað að láta okkar fólk ganga fyrir. Með því að taka að okkur þessar aðgerðir erum við að vinna okkur ákveðinn sess og njóta okkar í þeim aðgerðum sem við höfum aðstöðu og mannskap til að gera“, sagði Jóhann.
Á HSS starfa margir góðir læknar og sumir þeirra vinna jafnframt á sjúkrahúsum í Reykjavík. Þar má nefna Stefán Eggertsson háls- nef og eyrnalækni, Árna Leifsson skurðlækni, Gunnar B. Gunnarsson bæklunarsérfræðing, Konráð Lúðvíksson kvensjúkdómalækni og Baldvin Kristjánsson þvagfæraskurðlækni sem er nýbyrjaður.
„Það er alltaf eitthvað um að þessir menn fái sjúklinga annars staðar frá, því biðlistar eru mjög langir innfrá en þar eru stærri aðgerðir látnar ganga fyrir. Við tökum bara minni aðgerðir hér og skiptum ekki um liði og annað slíkt“, sagði Jóhann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024