Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eftirlýstur undir áhrifum fíkniefna
Föstudagur 3. október 2014 kl. 09:49

Eftirlýstur undir áhrifum fíkniefna

Þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur

Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í gær ók undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum, auk þess sem hann var eftirlýstur af lögreglu. Sýnatökur staðfestu að hann hafði neytt kannabisefna.

Annar ökumaður sem lögregla hafði afskipti af reyndist hafa neytt kókaíns og kannabis. Þriðji ökumaðurinn, sem staðinn var að fíkniefnaakstri hafði neytt kannabisefna. Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 119 kílómetra hraða á Grindavíkurvegi, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024